• 00:00:08Zelensky á Þingvöllum
  • 00:03:50Norðurlandaráðsþing Oddný Harðarðdóttir
  • 00:10:39Jón Ólafsson

Spegillinn

Norðurlandaráðsþing, Úkraína og Rússland

Þátturinn er helgaður Norðurlöndunum og Úkraínu, því þing Norðurlandaráðs verður formlega sett í Reykjavík á þriðjudag og Úkraínuforseti er þar heiðursgestur. Zelensky fundaði með Bjarna Benediktssyni, starfandi forsætisráðherra, og forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna á Þingvöllum og við heyrum í Birtu Björnsdóttur sem er á vettvangi.

Yfirskrift þings Norðurlandaráðs í ár er Friður og öryggi á norðurslóðum, en eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa öryggis og varnarmál orðið æ fyrirferðarmeiri í Norðurlandasamstarfinu þótt þau hafi varla verið til umræðu þar á árum áður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Oddnýju Harðardóttur, varaforseta raðsins, um breytt hlutverk ráðsins í breyttum heimi.

Og Jón Ólafsson, háskólaprófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir í viðtali við frey Gígju Gunnarsson, það magnað sjá Úkraínuforseta á Íslandi í því dramatíska andrúmslofti sem ríkir þessa dagana.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir