Spegillinn

Pussy Riot konur verða Íslendingar, upprunavottorð og nefúðinn

Spegillinn 9. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Kormákur Marðarson

Tvær konur úr andhófshópnum Pussy Riot eru meðal þeirra 18 sem allsherjar og menntamálanefnd leggur til fái íslenskan ríkisborgararétt. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.

Öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur hefur verið fjölgað fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í næstu viku. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning löggæslu vegna fundarins afar viðamikinn. Anna Lilja Þórisdóttir talaði við hana.

Orkustofnun hefur verið beðin um nýta sér strax heimildir til upplýsa hvernig staðið hefur verið sölu upprunavottorða raforku frá Íslandi. Benedikt Sigurðsson sagði frá.

Skipstjórar á Hval 8 og 9 telja myndatökur eftirlitsmanns Matvælastofnunar um borð hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra og krefja hana um tvær milljónir hvor í miskabætur. Kristín Sigurðardóttir sagði frá.

Qin Gang utanríkisráðherra Kína varaði Evrópusambandið við beita kínversk fyrirtæki refsingum þegar hann hitti þýska utanríkisráðherrann í Berlín í dag. Á móti sagði Annalena Baerbock hlutleysi Kínverja í innrásinni í Úkraínu væri stuðningur Rússa. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn KSÍ grípa til aðgerða til koma í veg fyrir mismunun milli karla og kvenna í knattspyrnu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Einar Einarsson formann byggðaráðsins.

---------------

Naloxon nefúðinn hefur bjargað lífi margra segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, sem dreifir mótefninu gegn ópíóíðum til notenda og aðstandenda þeirra. Hún vill auka enn aðgengi úðanum. Bandaríska matvæla og lyfjaseftirlitið heimilað á dögunum svipaður nefúði yrði seldur í lausasölu. Þess er ekki vænta lyfið verði selt í lausasölu á Íslandi á næstunni. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Hafrúnu.

Loftárásir Ísraelshers á Gazasvæðið í nótt voru þær mannskæðustu frá því fyrrasumar. Árásunum var beint gegn þremur yfirmönnum í íslömsku Jihad samtökunum. Þeir féllu allir sem og tíu almennir borgarar. Heyrist í Daniel Hagari talsmanni ísraelska hersins sem segir árásirnar hafi farið eins og til var stofnað. . Abu Hamza, talsmaður Al-Quds herdeildanna, hins vopnaða arms íslamska Jihads, það gagnaðist hernámsliðinu ekkert ráða liðsmenn samtakanna af dögum. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

9. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir