• 00:00:05Hagsmunagæslan vegna verndartolla
  • 00:06:08Ofbeldi gegn konum
  • 00:13:35Afkoma sjávarútvegsins

Spegillinn

Þótti nóg um framgöngu Íslands og Noregs og ofbeldi gegn konum í netheimum

Hagsmunagæsla utanríkisþjónustu Íslands og Noregs í tengslum við verndartolla Evrópusambandsins á járnblendi var ein víðtækasta sem ráðist hefur verið í. Reyndar þótti embættismönnum ESB framganga vera slík þeir sáu ástæðu til kvarta undan henni.

Konumorð eru ekki framin í tómarúmi, skrifar Sara Hendriks, framkvæmdastjóri Stefnumótunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum kvenna, í inngangi skýrslu, heldur eru þau oft endapunktur á löngu, samfelldu ofbeldisferli sem getur byrjað með drottnunargirni, hótunum og áreitni, þar á meðal rafrænni. Kynbundið, stafrænt ofbeldi gegn konum er einmitt það sem athyglinni er sérstaklega beint á alþjóðadegi gegn ofbeldi á konum þessu sinni.

Árið 2025 verður gott ár í íslenskum sjávarútvegi og markmiðið sem fyrr er reyna sem mest verðmæti út úr hverjum fiski sem veiddur er. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var í dag. Það eru stórar tölur í uppgjörum fyrirtækjanna, milljarðavelta og umræðan á þá leið þarna græði menn á og fingri.

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,