Spegillinn

Framhald hvalveiða, þyrlusveit úti á landi, útlendingalögin

Spegillinn 11. ágúst 2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir segir ákvörðun um framhald hvalveiða liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Haukur Holm ræddi við hana.

Landhelgisgæslan ætlar hafa bakvakt þyrlusveitarinnar víðar en í Reykjavík um helgar þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur. Ari Páll Karlsson ræddi málið við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa stofnunarinnar.

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, telur líkur á fólk sem vísa á úr landi og svipt er öllum stuðningi fari í felur og grípi til örþrifaráða. Þrjár konur af nígerískum uppruna voru fluttar á sjúkrahús um miðjan dag eftir þær voru sviptar félagslegum stuðningi og húsnæði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Drífu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist enga vankanta sjá á nýju útlendingalögunum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hana.

Ekki liggur fyrir hversu mörg börn hér á landi eiga foreldri í fangelsi, þótt alþjóðsamþykktir kveði á um halda skuli utan um slíkar upplýsingar. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir brýnt huga betur börnum í þessum aðstæðum. Ævar Örn Jósepsson talaði við hana.

Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í Danmörku eru orðnar tvöfalt fleiri en þær voru fyrir ári.

Líkur minnka dag frá degi á valdaræningjum í Afríkuríkinu Níger verði komið frá. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi verður rifið í haust sögn Kjartans Smára Höskuldssonar, framkvæmdastjóra eigandans, Íslandssjóða.

Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað Rauði krossinn á Íslandi hafi brotið lög um jafna stöðu kynjanna við launaákvörðun kvenkyns lögfræðings. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins, segir í viðtali við Ástrós Signýjardóttur svona mál séu óheppileg.

Frumflutt

11. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir