Spegillinn

Sjómenn fella samning, hryðjuverkamáli vísað frá. árás í Hamborg

Spegillinn 10. mars 2023

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Öll félög innan Sjómannasambands Íslands skipstjórnarmönnum undanskildum felldu nýgerðan kjarasamning. Kjörsókn var fjörutíu og átta prósent. Af þeim kusu tæp þrjátíu og tvö prósent með nýjum kjarasamningi en sextíu og sjö prósent á móti. Um eitt prósent tók ekki afstöðu. Vonbrigði, segir, Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, í viðtali við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur.

Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort vísa ætti ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða frá dómi. Meirihlutinn staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur en einn dómari taldi ákæruna nógu skýra til hún mætti standa. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Rússnesk stjórnvöld saka erlend ríki um ýta undir mótmæli í Georgíu og líkja þeim við tilraun til valdaráns. Tugir þúsunda Georgíumanna hafa dögum saman mótmælt umdeildu frumvarpi um hert eftlirlit með fjölmiðlum og félagasamtökum, sem gæti sett aðildarumsókn Georgíu Evrópusambandinu í hættu. Pétur Magnússon sagði frá.

Ljósmæðrafélag Íslands óskar eftir ýmsum nauðsynjum fyrir nýfædd börn kvenna á flótta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður félagsins, segir þörfin mikil. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við hana.

Ólga er innan Nýja borgaraflokksins í Danmörku. Þegar Lars Boje Mathiesen fór í háttinn í gær var hann formaður flokksins, en þegar hann vaknaði við símann í morgun var búið steypa honum af stóli og reka hann úr flokknum. Mathiesen sat aðeins rúman mánuð í formannssætinu. Róbert Jóhannsson tók saman.

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta segir leikmenn Íslands staðráðna í sýna hvað í þeim býr gegn Tékkum í Laugardalshöll á sunnudag, í undankeppni EM, eftir fimm marka tap fyrir þeim ytra í fyrrakvöld, 22-17. Liðið var harðlega gagnrýnt eftir þann leik.

Þjóðverjum, og sér í lagi íbúum Hamborgar, er brugðið eftir fjöldamorð í samkomuhúsi Votta Jehóva í borginni í gærkvöld. Ódæðismaður varð sjö bana, þar á meðal ófæddu barni, og svipti sig lífi þegar lögregla braut sér leið inn í húsið. Ásgeir Tómasson tók saman.

Það hefur löngum verið sagt um Þjóðverja þeir elski bílana sína - og það kom berlega í ljós í síðustu viku, þegar þýsk stjórnvöld stöðvuðu nýja lagasetningu Evrópusambandsins sem gengur út á banna sölu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Það bann á taka gildi árið 2035 og er hluti af langtímaáætlun um draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugu

Frumflutt

10. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir