Viðskipti ríkislögreglustjóra við Intru ráðgjöf og forsetakosningarnar í Argentínu
Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um umfangsmikil viðskipti ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf. Þau hafa verið gagnrýnd og dómsmálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að áferð málsins væri ekki góð. Hún ítrekaði þau skilaboð eftir fund sinn með ríkislögreglustjóra í dag. En hvað segir ríkislögreglustjóri? Freyr Gígja Gunnarsson ræddi ítarlega við Sigríði Björk Guðjónsdóttur.
Niðurstöður forestakosninga í Argentínu um helgina þar sem flokkur forsetans, hægri pópúlistans Javiers Milei, Frelsið fremst fékk 40% atkvæða, komu mörgum greinendanum á óvart að sögn Hólmfríðar Garðarsdóttur prófessors í spænsku. Hún er í Buenos Aires og Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana um úrslit kosninganna. Kosið var um hluta þingmanna og bætti Frelsið fremst verulega við sig, en er þó ekki stærstur flokka á þingi. Hólmfríður telur að óttinn við að Bandaríkjastjórn myndi hætta við björgunarpakka, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna var búinn að lofa, gæti hafa haft mikil áhrif.
Frumflutt
29. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.