Spegillinn

Tollar Trumps á íslenskan innflutning hækka

Nýjasta útgáfan af lista Trumps yfir verndartolla á innflutningi varnings frá hátt í eitt hundrað ríkjum til Bandaríkjanna var birt kvöldi 31. júlí. Í flestum tilvikum hækkuðu tollarnir nokkuð frá því sem áður hafði verið tilkynnt og Ísland er þar ekki undanskilið.

Tíu prósenta tollur var lagður á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna í apríl, en það er lágmarkstollur á innflutning þangað. Hvorutveggja íslensk stjórnvöld og íslensk fyrirtæki gerðu því skóna þar með væri málið afgreitt. Trump leggur áherslu á tolla varning frá ríkjum sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa af þeim, en þessu er öfugt farið hér. Þess vegna kom það á óvart tollar á íslenskan varning eiga samkvæmt þessum nýja lista hækka úr 10 prósentum í 15 prósent. En hvað er til ráða? Og hvers vegna hlaupa kaupahéðnar heimsins enn upp til handa og fóta við hverja tilkynningu Trumps, sem þó skiptir um skoðun oftar en tölu verður á komið?

Ævar Örn Jósepsson spurði Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands um þetta. Einnig er rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Frumflutt

1. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,