Viðvörunarbjöllur vegna Play og baráttan um kvótann
Þegar Play lagðist á hliðina í lok september óskaði Spegillinn eftir þeim gögnum sem kynnu að hafa verið útbúin í tengslum við fjárhagsvandræði flugfélagsins og gjaldþrot frá forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, atvinnuvegaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu.
Ítrekað hafði verið fjallað um fjárhagsvandræði Play í fjölmiðlum en skyndilegt fall kom flestum í opna skjöldu. Nærri tuttugu þúsund farþegar urðu fyrir skakkaföllum þegar ferðum félagsins var skyndilega hætt og sumir urðu að reiða fram háar upphæðir til að komast heim.
Árum saman hefur ríkt ósamkomulag um skiptingu kvóta úr öllum deilistofnum uppsjávarfisks sem Íslendingar eiga hlutdeild að, nema loðnu, og jafn lengi hefur verið veitt langt umfram veiðiráðgjöf vísindamanna. Deilistofnar eru fiskistofnar sem Ísland nýtir sameiginlega með öðrum þjóðum og ganga ýmist milli lögsagna ríkjanna eða um alþjóðlegt hafsvæði. Í þessu tilfelli eru þetta makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.
Íbúar í Múlaþingi eru ánægðari með aðgengi sitt að stjórnsýslu sveitarfélagsins en íbúar Ísafjarðarbæjar. Þetta sýna tvær nýjar rannsóknir. Þeim var ætlað að leiða í ljós hver væri besta leiðin til að tryggja að enginn verði undir þegar nýtt og öflugra sveitarfélag verður til úr nokkrum minni.
Frumflutt
14. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.