Erlendir glæpahópar nýta sér gloppur í íslenskum lögum
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglustjórans á Suðurnesjum sendi á síðasta ári dómsmálaráðuneytinu nokkur minnisblöð þar sem bent var á gloppur í kerfinu og varað við því að skipulagðir brotahópar hér á landi misnotuðu kerfi landsins, sérstaklega þau kerfi sem fengust við málefni útlendinga. Spegillinn fékk þessi minnisblöð afhent nýverið og Freyr Gígja Gunnarsson ræddi innihald þeirra við Öldu Hrönn. Hún segir erlenda brotahópa nýta sér gloppurnar með ýmsum hætti, enda virðist sumir þessara hópa jafnvel þekkja íslenkt lagaumhverfi betur en þeir sem hér búa.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Frumflutt
4. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.