Ísland sniðgengur Eurovision, HS Orka um kostnaðarþátttöku í varnargörðum
Ríkisútvarpið tekur ekki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Af tilkynningu útvarpsstjóra má ráða að þetta sé ekki síst gert vegna þeirrar miklu andstöðu jafnt listamanna sem almennings hér á landi við það, að Ísraelar taki þátt. Deilur um þessa annars ástsælu keppni eru ekkert nýtt og sniðganga hennar - meðal annars og ekki síst vegna þátttöku Ísraela - ekki heldur, eins og Anna Kristín Jónsdóttir rekur, áður en Ævar Örn Jósepsson talar við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra um þessa ákvörðun hans og framkvæmdastjórnar RÚV.
HS Orka telur varnargarðana í Grindavík fyrst og fremst hafa verið reista til að verja almannahagsmuni en ekki hagsmuni orkufyrirtækisins. Kostnaður félagsins frá upphafi jarðhræringanna við Grindavík er umtalsverður og ekki sér fyrir endann á honum. Freyr Gígja Gunnarsson kannaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
10. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.