Tollmúrar Trumps og kosningar í skugga óvinveittra ríkja
Donald Trump hefur sagst ætla að loka landamærunum í suðri og moka út fleiri ólöglegum innflytjendum en dæmi eru um - og hann ætlar ekki bara að reisa áþreifanlegar landamæragirðingar og -múra, heldur líka tollmúra, enn hærri en hann innleiddi í fyrri forsetatíð sinni, og þá allra helst til að hamla gegn kínverskum innflutningi.
Í Slóvakíu sáust greinileg merki þess þegar óvinveitt ríki reyndu að hafa áhrif á úrslit kosninga. Og hjá Evrópusambandinu hafa menn viðrað áhyggjur sínar af vörnum gegn áróðursvél Rússa í kosningum. En hvernig er þetta á Íslandi? Stafar Íslandi einhver ógn af þessu?
Kona á Akureyri sem glímir við fötlun segist finna fyrir aukinni einangrun því nær ekkert félagsstarf með jafningjum er í boði fyrir hana í bænum. Hún segir erfitt að skilja hvers vegna fatlað fólk sitji ekki við sama borð og aðrir í félagsstarfi.
Frumflutt
8. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.