Spegillinn

Vændismansal á Íslandi og í Evrópu

Lögregla og tollgæsla á Íslandi tóku á dögunum þátt í umfangsmiklum, alþjóðlegum aðgerðum gegn mansali á vegum Interpol. Europol og Frontex. Í þessum aðgerðum fór lögregla inn í á þriðja tug húsa og heimila og kannaði aðstæður um það bil 250 manns. Af þeim telur lögregla sig vita 36 séu þolendur mansals, þar af þrjátíu og fjögur þolendur mansals í kynferðislegum tilgangi - það er segja neydd til vændis. Langflest voru frá Rúmeníu og mikill meirihluti þeirra konur. Einn maður - vændiskaupandi - var handtekinn og gert greiða sekt.

Úti í hinum stóra heimi er mansal, ekki síst í kynferðislegum tilgangi, risastór iðnaður, þar sem fólk gengur bókstaflega kaupum og sölum. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, þekkir vel til í þessum málaflokki. Ævar Örn Jósepsson spurði hana, hverju aðgerðir eins og þessar skiluðu.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson.

Frumflutt

15. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,