Veikluð klerkastjórn, úrslitastund á Grænlandi og styrkveiting Ingu Sæland
Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir líkurnar á falli klerkastjórnarinnar í Íran meiri en oft áður. Umfang mannskæðra mótmæla undanfarna daga koma honum verulega á óvart og viðbrögð stjórnvalda líka. Þau hafi vissulega verið mjög hörð, segir hann, en ekki jafn skjót og ákveðin og oft áður.
VIð stöndum í miðju stormsins sagði Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku landsstjórnarinnar, með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sér við hlið á blaðamannafundi þar sem enn var ítrekað að Grænland væri ekki falt. Stormbálið sem geisar vegna yfirlýsinga og ásælni Bandaríkjanna í Grænland snerist ekki aðeins um eyjuna sjálfa heldur um skipan heimsmála og ef hún félli þá stæði Grænland og heimurinn frammi fyrir ögrun sem yrði erfitt að mæta.
Samtök um karlaathvarf voru í hópi þeirra sem fengu milljóna styrk frá þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.
Frumflutt
13. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.