Spegillinn

Dómsmálaráðherra um rafbyssur og vegur rofinn vegna asahláku

Spegillinn 19. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Kona á fertugsaldri varð úti ofarlega í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir heimild til lögreglu um notkun rafbyssa sem gefin var undir áramót hafi verið lengi í undirbúningi og enginn feluleikur um reglubreytingar. Ákvörðunin ráðherrans en hann ávallt reiðubúinn ræða málin.

Auknar líkur eru á flóðum vegna asahláku á morgun og færð gæti spillst. Vegagerðin rýfur Skeiða- og Hrunamannaveg við nýja brúi sem er í smíðum yfir Stóru-Laxá til verja hana. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá.

Stjórnvöld í Úkraínu segja tímabært vestræn ríki óttist ekki Pútín og sendi hergögn, þrátt fyrir viðvaranir Rússa. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman.

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Háskólans á Akureyri og komust yfir upplýsingar um alla notendur þess. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Óskar Þór Vilhjálmsson, skrifstofustjóra kennslumiðstöðvar skólans.

Landsnet heldur um þessar mundir opna kynningar- og samráðsfundi vegna fyrirhugaðrar lagningar Blöndulínu þrjú. Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar er meðal annars á dagskrá. Ágúst Ólafsson sagði frá.

Ólafur Darri Ólafsson leikari er einn fjögurra kvikmyndagerðarmanna sem stendur nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki sem hefur fengið nafnið ACT4 ( act four). Ætlunin er þróa og fjármagna íslenskt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Júlía Margrét Einarsdóttir ræddi við hann.

------------

Lengi hafur verið kallað eftir tryggja betur öryggi lögreglumanna segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Reynslan sýni slysum á lögreglumönnum við störf fækki verulega þegar þeir búi yfir rafvarnarvopnum. Breytingar á reglum um vopnanotkun og valdbeitingu sem leyfir rafbyssur. Þær verði komnar í gagnið eftir eitt til tvö ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.

Þingmenn og aðrir frammámenn Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi sátu sem þrumu lostnir þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti óvænt á landsfundi flokksins í dag hún hefði ákveðið segja af sér nánast samstundis. Fréttamenn á staðnum segja þeir hafi verið eins og í sprengjulosti eftir hún lauk máli sínu.

Frumflutt

19. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir