Lýðræði vestra í hættu, Quang Le vildi komast í brúðkaup
Í Bandaríkjunum situr nú forseti sem lætur sér ekkert óviðkomandi, hvort sem það eru örnefni, fjöldi kynja eða stjórn og dagskrá einnar helstu menningarstofnunar landsins. Spegillinn ræðir málið við Silju Báru Ómarasdóttur prófessor í stjórnmálafræði.
Quang Le sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í mars í fyrra freistaði þess síðasta sumar að fá leyfi hjá yfirvöldum til að fara í brúðkaup dóttur sinnar. Hann bauðst til að leggja fram tryggingu og sagðist ekki hafa nein tengsl við Víetnam því þangað hefði hann ekki komið í tólf ár. Beiðninni var hafnað. Rannsókn málsins er ekki lokið, nærri ári eftir að hún hófst og Quang sætir enn farbanni. Spegillinn reifar málið.
Frumflutt
18. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.