Starfsáætlun tekin úr sambandi og stóru málin eftir
Það er vandséð hvernig á að ljúka þingstörfum og nánast hægt að fullyrða að þinglok verða ekki á föstudag í næstu viku; það er ekki búið að afgreiða stærsta málið á yfirstandandi þingi úr nefnd; veiðigjaldið og í dag var sett á dagskrá bókun 35 við litla hrifningu sumra þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þegar menn voru að setja sig í stellingar bárust svo tíðindi af nýrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem olli nokkru uppnámi.
Þau Arna Lára Jónsdóttur, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar og Bergþór Ólason, formaður þingflokks Miðflokksins, fóru yfir stöðuna.
Frumflutt
6. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.