Sögunni um Grænland ekki lokið og franska konan fékk að vera viðstödd kistulagningu
Grænland er aftur komið í kastljós fjölmiðla; DR, danska ríkisútvarpið, greindi frá því í morgun að þrír Bandaríkjamenn hefðu verið á Grænlandi til að efla samband við þá Grænlendinga sem hugnast sú hugmynd Bandaríkjaforseta að innlima Grænland, afla upplýsinga um þá sem eru henni andvígir og finna leiðir til að reka fleyg milli Danmerkur og Grænlands.
Víðtæk mótmæli og vinnustöðvanir hafa verið boðuð í Frakklandi tíunda september, tveimur dögum eftir að franska þingið greiðir atkvæði um vantraust á ríkisstjórn Francois Bayrou forsætisráðherra. Bayrou tilkynnti um þessa atkvæðagreiðslu á mánudag til að knýja fram ákvörðun þingsins um að samþykkja - eða synja - tillögum um milljarða evra niðurskurð á útgjöldum ríkisins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í sumar beiðni franskrar konu um að vera viðstödd kistulagningu eiginmanns síns og dóttur hér á landi. Konan situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Héraðsdómur felldi ákvörðun lögreglunnar úr gildi og leyfði konunni að vera viðstödd.
Frumflutt
27. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.