Spegillinn

Stórhuga ferðaþjónusta og laskaður kanslari

Norðurland getur orðið eitt af mest vaxandi ferðaþjónustusvæðum í Norður-Evrópu ef rétt er á málum haldið. Þetta fullyrðir talsmaður ferðaþjónustunnar fyrir norðan og segir þau uppskera núna eftir margra ára undirbúning. Aukin fjárfesting og beint millilandaflug hafi skapað fjölda nýrra tækifæra.

Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands hitti forseta Frakklands í dag í París, á sínum fyrsta fundi sem þjóðarleiðtogi. Á vettvangi evrópskra stjórnmála hefur verið litið til Merz sem nýs og öflugs leiðtoga stærsta ríkisins innan Evrópusambandsins - heima fyrir þykir hann mögulega strax laskaður, eftir þýskir þingmenn höfnuðu honum í byrjun.

Það hefur lengi þótt yfrið nóg af sandi á Suðurlandi, svo mikið síðustu ár hefur verið sóst eftir flytja umtalsvert magn úr landi. Jarðefni eru auðlind og nýting þeirra horfir öðruvísi við núna en hún gerði þegar lagaramminn um námugröft var saminn, segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokks.

Frumflutt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,