• 00:00:45Verum viðbúin næstu valdaskiptum í Rússlandi
  • 00:09:40Uppsjávarfiskar og útgerðin
  • 00:14:50Spilafíkn, vanmetinn vandi

Spegillinn

Spilafíkn, kvótaniðurskurður og rússnesk stjórnmál

Það var til eilífðar - þangað til það var ekki lengur - þannig mætti ef til vill snara titli bókarinnar It was forever - until it was no more, bók um síðustu ár Sovétríkjanna, eftir rússnesk-bandaríska félagsfræðinginn Alexei Yurchak. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Vladimir Kara-Murza segir titilinn lýsa því fullkomlega, hvernig breytingar á rússnesku stjórnskipulagi ganga fyrir sig.

Hafrannsóknastofnun kynnti í síðustu viku nýja ráðgjöf um loðnuveiðar og leggur til afli á vertíðinni verði ekki meiri en 43.766 tonn. Hlutur íslenskra skipa verður þar enn minni, því taka þarf tillit til samninga við Færeyjar, Noreg og Grænland, og þá standa eftir rúm 33 þúsund tonn.

Spilafíkn er ekki afþreying sem hefur farið úr böndunum heldur langvinnur sjúkdómur, segir Ingunn Hansdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs hjá SÁÁ í grein í Læknablaðinu. Þrátt fyrir það hafi lítið verið fjallað um hana sem heilbrigðisvanda. Rétt eins og skjólstæðingar séu spurðir um áfengisnotkun, nikótínneyslu og hreyfingu, ætti spyrja um fjárhættuspil. Mikil skömm fylgi því hafa ekki stjórn á spilamennsku og fæstir nefni vandann þótt hann til staðar.

Frumflutt

13. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,