• 00:00:10Lækkun sakhæfisaldurs í Svíþjóð
  • 00:05:45Stríðið um sannleikann II
  • 00:13:35Íslenska óperan gerir hreint fyrir sínum dyrum

Spegillinn

Hverju skilar lækkun sakhæfisaldurs, stríðið um sannleikann og Íslenska óperan svarar

Lækka á sakhæfisaldur í Svíþjóð í þrettán ár fyrir alvarlega glæpi á borð við morð. Rætt hefur verið í nokkur misseri um lækkun sakhæfisaldursins og umdeilt hvort hún skili árangri en sænsk stjórnvöld hafa talið þetta virka í baráttu við skipulögð glæpasamtök, Foxtrott til dæmis, sem æ oftar fái ungmenni og börn til óhæfuverka. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur bendir á reynslan í Danmörku af lækkun sakhæfisaldurs hafi ekki verið góð.

Hefðbundnir fjölmiðlar eiga sér enn hlutverk þegar kemur djúpri miðlun lýðræðislegrar umræðu og greiningu segir Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, ekki ´síst á tímum samfélagsmiðla, gervigreindar, falsfréttaflóðs og upplýsingaóreiðu.

Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Íslensku óperunnar segir það tilbúning Íslenska óperan hafi dregið til baka vilyrði um gjöf til nýrrar þjóðaróperu því slíkt vilyrði hafi aldrei verið gefið. Íslenska óperan er reiðubúin til gefa nýrri óperu ósamið verk.

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,