• 00:00:00Heilsa
  • 00:00:14Stjórnmálin
  • 00:13:41Friðarráð Donalds Trump
  • 00:20:08Kveðja

Spegillinn

Spenna fyrir prófkjör og friðarráð Trumps

Á morgun verður kosið um nýjan oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í fyrsta skipti í tuttugu ár, það er líka nokkuð ljóst hverjir vilja leiða eitt elsta stjórnmálaafl Íslands og í gær teiknaðist upp ágætis mynd af því hvernig stjórn og stjórnarandstaða vilja bregðast við breyttri heimsmynd eftir atburði síðustu daga. Magnús Geir Eyjólfsson og Eiríkur Bergmann Einarsson ræða stöðuna.

Augu heimsins hafa verið á svissneska bænum Davos síðustu daga, þar sem heimsleiðtogar hafa komið saman, rætt málin og flutt miseftirminnileg erindi um það sem hæst ber í heimsmálunum þessa dagana, átökin um Grænland, stríðið í Úkraínu og þá nýju heimsmynd sem blasir við þegar eitt ár er liðið af seinna kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Og hann hefur ekki látið sitt eftir liggja við framleiðslu og framreiðslu efnis fyrir fjölmiðla heimsins moða úr. Eitt af því sem hann lagði af mörkum var formlegur stofnfundur nýs, alþjóðlegs friðarráðs, Board of Peace, í Davos á fimmtudag

Frumflutt

23. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,