Spegillinn

Öryggismál og hafið umhverfis Ísland, áhrif veiðigjalds í sjávarbyggðum, tollastefna Bandaríkjaforseta

Íslendingar hafa sýnt af sér ákveðna værukærð hvað varðar eftirlit með hafinu og auðlindum þess. Þótt ekki hægt segja við höfum trassað ábyrgð okkar í varnarmálum þurfa menn stíga upp og tryggja við séum verðugir bandamenn í alþjóðlegu samstarfi, segir Auðunn Kristinsson, aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur.

Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu haft mikil áhrif í sjávarbyggðum víða um land. Vífill Karlsson, prófessor í hagfræði, telur ef breytingarnar valdi erfiðleikum í sjávarútvegi bitni það frekar á fiskvinnslu í landi en fiskveiðum. Afar mikilvægt gefa sér góðan tíma og skoða vandlega áhrif af stórum ákvörðunum eins og um hækkun veiðigjalds. Ágúst Ólafsson ræðir við Vífil.

Stjórnvöld og markaðir víða um heim bíða nánast með öndina í hálsinum eftir tilkynningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um það, á hvaða innflutta varning hann hyggst leggja nýja eða hærri tolla en áður, og hversu háir þeir verða. Forsetinn er enda búinn byggja upp heilmiklar væntingar - eða áhyggjur - með málflutningi sínum um boðaða frelsun Bandaríkjanna frá þeim mikla órétti sem hann telur Bandaríkin hafa verið beitt áratugum saman af nánast öllum sínum viðskiptaríkjum. Ekki eru allir sannfærðir um forsetinn nái markmiðum sínum með tollunum og sjá nokkrar grundvallar mótsagnir í stefnu hans. Ævar Örn Jósepsson skoðaði málið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,