• 00:00:10Björn og verndartollarnir
  • 00:04:10Karl Steinar og skipulögðu brotahóparnir
  • 00:14:10Bundeswehr - brjóstvörn Evrópu

Spegillinn

Skipulagðir brotahópar hafa fest sig í sessi og hvað með þýska herinn?

Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf í dag út sína fyrstu skýrslu í fjögur ár um skipulagða brotastarfsemi. Hún staðfestir þessi starfsemi hafi fest sig kyrfilega í sessi hér á landi sem sést kannski best á því brotahópum hefur fjölgað um helming á áratug; í dag er talið þeir séu tuttugu - þetta eru mis-fjölmennir og mis-skipulagðir hópar en allir með einbeittan brotavilja; sumir byggja á áralöngum kunningsskap, aðrir tengjast glæpagengjum í öðrum löndum.

Þýska hernum er ætlað lykilhlutverk í vörnum Evrópu. Hann er stærsti í álfunni og þrjú og hálft prósent af landsframleiðslu Þýskalands fer í varnarmál. Friedrich Merz kanslari vill fjölga í hernum og undanfarið hefur verið tekist á um hvort mögulegt verði kveðja fólk til herþjónustu og frá og með næsta ári á spyrja unga þýska karla hvort þeir vilji í herinn. Varnarmálaráðherrann, Boris Pistorius, vill styrkja herinn með sjálfboðaliðum en Merz hefur hallast herskyldu sem byggist samt á tilviljanakenndum drætti. Pistorius telur með sjálfboðaliðum frekar hægt velja hermenn á grundvelli getu og færni.

Frumflutt

14. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,