• 00:00:30Samherjamál sex ára
  • 00:09:25Askja rumskar
  • 00:14:34Bandaríkin ógna Venesúela - hvað svo?

Spegillinn

Stanslaust landris við Öskju, vígbúnaður Bandaríkjamanna á Karíbahafi og mál Samherja í Namibíu

Niðurstaða rannsakenda, hér á landi og í Namibíu, er meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra áhrifamanna, séu talsvert hærri en áður hafði verið talið. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nú, sléttum sex árum eftir Kveikur í samstarfi við Wikileaks, Stundina, Al-Jazeera og namibíska dagblaðið The Namibian, fjölluðu fyrst um ásakanir um stórfelld mútubrot tengd starfsemi Samherja í Namibíu, sitja 10 menn í varðhaldi þar ytra og bíða þess réttarhöld hefjist í máli þeirra.

Land við Öskju hefur risið um nærri einn metra frá því landris hófst á við eldstöðina fyrir rúmum fimm árum. Haldi þessi þróun áfram gæti endað með eldgosi, en svo gæti allt dottið í dúnalogn og ekkert gerst. Fyrir fáum dögum varð jarðskjálfti í Öskju 3,5 stærð og þótt það séu kannski ekki fréttir jarðskjálfti mælist í Öskju, þá eru svo stórir skjálftar ekki algengir þar.

Stærsta og öflugasta flugmóðurskip heims, hið bandaríska Gerald R. Ford, lónar á Karíbahafinu, undan norðurströnd Suður-Ameríku, með ríflega 4.000 manna áhöfn og tugi orrustuþotna um borð. Þetta risaskip er ekki eitt á ferð, því tugir annarra herskipa - orrustuskipa, freigáta, tundurspilla og minni flugmóðurskip fylgja því hvert sem það fer. Þessi flotadeild bætist við þann fjölda bandarískra herskipa, herþotna og kafbáta sem hafa haldið til í sunnanverðu Karíbahafi undanförnu, ekki ýkja fjarri Venesúela, og haldið þar uppi mannskæðum árásum á báta meintra fíkniefnasmyglara.

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,