• 00:00:30Ríkislögreglustjóri og Intra
  • 00:15:00Sigur flokks Mileis í Argentínu

Spegillinn

Þúsundþjalasmiður ríkislögreglustjóra og óvæntar kosninganiðurstöður í Argentínu

Ríkislögreglustjóri hefur síðustu fimm ár keypt þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Intru ráðgjöf fyrir 160 milljónir. Hvorki var gerður skriflegur samningur við fyrirtækið farið í útboð en klukkutímarnir hlaupa á þúsundum. Síðastliðin tvö ár hefur eini starfsmaður félagsins verið nánast í fullu starfi á háu tímakaupi við flytja embættið, fara í skoðunarferðir í húsgagnaverslanir, panta gardínur, velja sorpflokkunarílát, breyta nöfnum á fundarherbergjum og finna stað fyrir píluspjöld.

Flokkur forseta Argentínu vann nokkuð óvæntan sigur kosningum um helgina. Forsetinn er litrík og umdeild persóna sem hefur orðið nokkuð ágengt í baráttu við verðbólgu sem var með himinskautum fyrir nokkrum árum en gagnrýnendur segja árangurinn dýru verði keyptan.

Frumflutt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,