Framleiðslukostnaður við tökur á kvikmyndinni Ódysseifur hér á landi var áætlaður rúmlega tveir og hálfur milljarður og endurgreiðsla úr ríkissjóði tæplega níu hundruð milljónir, sem yrði næsthæsta endugreiðsla fyrir kvikmyndaverkefni frá upphafi.
Innviðaráðherra hyggst með nýju lagafrumvarpi sjá til þess að greiddur verði fasteignaskattur af öllum mannvirkjum sem reist eru til orkuframleiðslu hér á landi. Samtök orkusveitarfélaga fagna þessu og segja mikla mismunun felast í alls kyns undanþágum í núverandi fyrirkomulagi.
Íslensk málnefnd birti í gær árlega ályktun sína um stöðu íslenskrar tungu. Ályktunin er að þessu sinni helguð gildandi regluverki um þjóðtunguna og því sem brýnast er að skoða, gera, breyta og bæta til að auka skilvirkni þess. Þar er fyrst á blaði tillaga um styrkja íslenska tungu með því að festa það í stjórnarskrá, að íslenska skuli vera þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi
Frumflutt
26. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.