Lögbundinn íbúafjöldi sveitarfélaga, fyrsta haustlægðin að skella á og málefni Vélfags og meint tengsl við Rússland.
Ivan Kaufmann, kaupsýslumaður frá Liechtenstein, hefur stefnt utanríkisráðherra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að ákvörðun ráðuneytisins, um að meina honum að taka sæti í stjórn Vélfags í byrjun mánaðarins, verði felld úr gildi. Hann segir ráðuneytið hafa meðhöndlað sig eins og svikahrapp.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er lagt til að ef íbúar sveitarfélags eru færri en 250, þann fyrsta janúar ár hvert, skuli ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það aðliggjandi sveitarfélagi.
Fyrsta haustlægð ársins er í þann mund að skella á. Hún er óvenju seint á ferðinni, og í allra blautasta lagi. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um mestallt land vegna sunnan og suðaustan hvassviðris. Spár gera ráð fyrir allt að 25 millimetra úrkomu á klukkustund til fjalla og á jöklum þar sem mest rignir, og tíu millimetra á klukkustund á láglendi.
Frumflutt
25. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.