• 00:00:00Kynning
  • 00:00:58Sjávarútvegsfyrirtæki
  • 00:05:25Byggingaiðnaður
  • 00:13:40Lögreglustjórinn
  • 00:19:38Kveðja

Spegillinn

Vill fúskara burt og áhrif á sveitarfélög af hækkun veiðigjalds

Hækkun veiðigjalds getur haft afdrifarík áhrif á einstaka byggðakjarna og breytingin gæti náð langt út fyrir útgerðina, snert samfélög í heild og umhverfi þeirra. Þetta kemur fram í drögum umsögn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem þau kynntu fyrir þingmönnum á fundi í morgun. 141 fyrirtæki verður fyrir verulegum áhrifum af hækkun veiðigjaldsins, tuttugu og sex þeirra eru á Vestfjörðum.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun kynnti á mánudag tillögur breytingum á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Þar er meðal annars lagt til tekin verði upp sérstökt byggingagallatrygging, til auka vernd neytenda. Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í gallamálum, segir ekkert tryggingafélag reiðubúið veita slíka tryggingu fyrr en fúskurum hefur verið ýtt af byggingamarkaði.

Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins taldi nauðsynlegt dómsmálaráðherra tæki ákvörðun um hvort rétt væri auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar í ljósi þeirra miklu breytinga sem gera ætti á embættinu. Úlfar Lúðvíksson sem þótti ákvörðun ráðherrans vera kaldar kveðjur til sín verður á launum í heilt ár.

Frumflutt

16. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,