Milljarða sparnaður, sjúklingar í gáma og stóra te hneykslið
Tillögur um tugmilljarða sparnað í ríkisrekstri upp úr ábendingum almennings voru kynntar í dag. Sameiningra stofnana, niðurlagning sjóða, breytingar á lögum um opinbera starfsmenn og jafnlaunavottun eru á meðal tillagnanna.
Í byrjun þessa árs lágu fimmtíu og fimm sjúklingar á bráðamóttökunni sem hefðu átt að vera farnir annað. Spítalinn hefur fengið grænt ljós á að reisa gámastæðu þar sem verða tuttugu rúm og þótt hún leysi ekki vandann er forstöðuhjúkrunarfræðingur bjartsýnn á að hún hjálpi til.
Te er einfaldur drykkur, hversdagslegur og ódýr, svona yfirleitt. Te er líka miðpunktur mesta fjársvika- og spillingarhneykslis í sögu Íslamska lýðveldisins Írans, þar sem milljarðar af opinberu fé runnu til einkafyrirtækis í tebransanum. Forstjóri þess var á dögunum dæmdur til 66 ára fangavistar og tveir fyrrverandi ráðherrar súpa líka seyðið af sínum þætti í ráðabrugginu.
Frumflutt
4. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.