• 00:00:00Heilsa
  • 00:00:15Bjarni snýr (næstum því) aftur
  • 00:12:57Kosningar í Mjanmar
  • 00:19:02Kveðja

Spegillinn

Bjarni Benediktsson tekur við SA, kosningar í Mjanmar

Samtök atvinnulífsins tilkynntu í morgun þau hefðu ráðið Bjarna Benediktsson sem nýjan framkvæmdastjóra. Bjarna þarf ekki kynna til leiks; hann sat á Alþingi í 22 ár og var einn aðsópsmesti en um leið umdeildasti stjórnmálaforingi landsins. Sem fjármálaráðherra í áratug var hann áhrifamikill í íslensku efnahagslífi og hafði sterkar skoðanir á mikilvægi aðila vinnumarkaðarins fyrir stöðugleika. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Bjarna - og Hölku Gunnarsdóttur, formann VR, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Þriggja umferða kosningum lauk í Mjanmar í gær, sunnudag. Þetta voru fyrstu kosningarnar þar frá því herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn af stóli, enn einu sinni, eftir tíu ára lýðræðistilraun. Herforingjastjórnin segir kosningarnar leið til aukins lýðræðis og sátta, en gagnrýnendur segja þær skrípaleik, til þess gerðan treysta enn völd hersins í landinu. Ævar Örn Jósepsson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,