Trump margnefndi Ísland í Davos og málarekstur gegn mótmælendum hvalveiða
Donalds Trumps var beðið með mikilli eftirvæntingu á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss. Hann talaði þar í annan klukkutíma - fór mikinn um efnahagsundur sem ætti sér stað í Bandaríkjunum en talaði líka um utanríkismál. Bandaríkin hefðu áratugum saman ausið fé í NATO en ekkert fengið til baka og nú bæði hann um Grænland. Trump nefndi Ísland mörgum sinnum í ræðunni og átti þar að öllum líkindum við Grænland en engu síður vekur þetta allt ugg og óróa segja þingmennirnir Jón Gnarr (C) og Guðlaugur Þór Þórðarson (D).
Aðalmeðferð er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn þeim Sahar Babei og Elissu May Phillips, sem klifruðu upp í möstur tveggja hvalveiðibáta til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Katrín Oddsdóttir verjandi þeirra telur stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til mótmæla hafa veirð brotinn.
Frumflutt
21. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.