Kókaín flutt inn í stórum stíl, minnkandi neyðaraðstoð á tímum vaxandi neyðar
Eftirspurn eftir kókaíni á Íslandi virðist óþrjótandi og efnið berst til landsins úr öllum áttum. Áhersla Bandaríkjastjórnar á fentanyl-faraldurinn er talin ein helsta ástæða þess að kókaínsmygl þrífst betur en áður. Lögregla og tollgæsla hafa haldlagt á annað hundrað kílóa af kókaíni það sem af er þessu ári. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið.
Neyðarlistinn - The Emergency Watchlist - er skýrsla sem alþjóðlegu hjálparsamtökin International Rescue Committee, IRC, gefur út árlega, um þau tuttugu lönd þar sem neyð almennings er stærst og þykir líklegust til að aukast mest á ári komanda. Súdan, Palestína og Suður-Súdan eru efst á á listanum í ár, í þessari röð, þriðja árið í röð. Upplausn í alþjóðastjórnmálum leiðir til aukinnar neyðar - en minni framlaga til neyðaraðstoðar. Ævar Örn Jósepsson skoðar þetta og ræðir við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Frumflutt
17. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.