Þótti nóg um framgöngu Íslands og Noregs og ofbeldi gegn konum í netheimum
Hagsmunagæsla utanríkisþjónustu Íslands og Noregs í tengslum við verndartolla Evrópusambandsins á járnblendi var ein sú víðtækasta sem ráðist hefur verið í. Reyndar þótti embættismönnum ESB framganga vera slík að þeir sáu ástæðu til að kvarta undan henni.
Konumorð eru ekki framin í tómarúmi, skrifar Sara Hendriks, framkvæmdastjóri Stefnumótunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum kvenna, í inngangi að skýrslu, heldur eru þau oft endapunktur á löngu, samfelldu ofbeldisferli sem getur byrjað með drottnunargirni, hótunum og áreitni, þar á meðal rafrænni. Kynbundið, stafrænt ofbeldi gegn konum er einmitt það sem athyglinni er sérstaklega beint að á alþjóðadegi gegn ofbeldi á konum að þessu sinni.
Árið 2025 verður gott ár í íslenskum sjávarútvegi og markmiðið sem fyrr er að reyna að fá sem mest verðmæti út úr hverjum fiski sem veiddur er. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var í dag. Það eru stórar tölur í uppgjörum fyrirtækjanna, milljarðavelta og umræðan á þá leið að þarna græði menn á tá og fingri.
Frumflutt
25. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.