Spegillinn

Slagurinn um yfirráðin í borgarstjórn, friðaráætlun fyrir Úkraínu og umræða um Hafrannsóknastofnun á Alþingi

Það er smám saman komast mynd á það hvernig flokkarnir í Reykjavík ætla raða á sína lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Slagurinn um yfirráðin í borginni er á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur það ekki skipta sköpum fyrir ríkisstjórnina hverjir fara með völd í þessu langstærsta sveitarfélagi landsins.

Friðaráætlun fyrir Úkraínu, sem Bandaríkjaforseti lagði blessun sína yfir, er óþægilega í takt við hugmyndir Rússa mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings. Það erfitt upphafspunktur viðræðna óskalisti Rússlandsforseta. Hann efast líka um Rússar myndu samþykkja tillögurnar.

Staða Hafrannsóknastofnunar var til umræðu á Alþingi í dag. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, hóf máls á þessum málaflokki og lagði spurningar fyrir atvinnuvegaráðherra. Hann var gagnrýninn í sinni framsögu og velti upp ýsmsum hugmyndum um nýjungar í hafrannsóknum.

Frumflutt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,