• 00:00:00Heilsa
  • 00:00:15Jón Gnarr um Norðurlandaráð
  • 00:09:33Karl Wernersson
  • 00:15:17Dóp flæðir yfir Belgíu
  • 00:19:48Kveðja

Spegillinn

Jón Gnarr um stöðu Grænlands, vörn Karls Wernerssonar og Belgía að verða dópríki

Þing Norðurlandaráðs hefur staðið alla vikuna í Stokkhólmi. Þar er fundað á vettvangi Norðurlandanna, þar með talið Vestnorræna ráðsins sem Lögþing Færeyja, landsþing Grænlands og Alþingi stofnuðu. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar er formaður Vestnorræna ráðsins og sat þingið í fyrsta skipti. Hann segir alveg ljóst pólitísk staða Grænlands sterk og Grænland verða vinsælasta stelpan á ballinu ef samlíking skoðuð.

Sonur Karls Wernerssonar segist hafa lagt traust sitt á föður sinn þegar hann tók við eignarhaldi á einu dýrmætasta félagi hans. Karl segir þrotabú hans gera tilkall til bóta sem hann telur sig eiga inni eftir hafa afplánað refsingu vegna dóms sem hefur verið hnekkt.

Þetta kemur fram í greinargerðum sem skilað var til Héraðsdóms Reykjaness fyrir nokkru og Spegillinn fékk afhentar í vikunni. Sagt var frá ákærunni á hendur Karli, sambýliskonu hans og syni í maí. Gert er ráð fyrir aðalmeðferðin standi sjö virka daga í mars á næsta ári.

Belgía er á góðri leið með verða eiturlyfjaríki, segir dómari í Antwerpen í opnu bréfi sem birt var á heimasíðu belgískra dómstóla í gær. Skipulögð glæpasamtök hafa hreiðrað um sig og náð áhrifum í stofnunum ríkisins, þar á meðal dómskerfinu segir dómarinn, sem hefur þurft fara huldu höfði vegna hótana. Höfnin í Antwerpen er einn helsti áfangastaður eiturlyfja sem smyglað er inn til Evrópu.

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,