• 00:00:00Auðlindir Úkraínu
  • 00:07:25Hafnarfjarðarbær kaupir Skessu
  • 00:13:52Langar samningalotur og reynsla hjúkrunarfræðinga

Spegillinn

Auðlindir Úkraínu og Skessukaup Hafnarfjarðar

Það vakti furðu og reiði þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti setti fram kröfu um Úkraínumenn greiddu - eða endurgreiddu - Bandaríkjunum veitta og framtíðar hernaðar- og efnahagsaðstoð með aðgangi auðlindum landsins andvirði 500 milljarða dollara, jafnvirði um 70.000 milljarða króna, öðrum kosti yrði allri aðstoð hætt. Þessi upphæð er miklum mun hærri en verðmæti þeirra úkraínsku auðlinda sem Bandaríkjastjórn gerði kröfu til í samningsdrögum sem þau sendu stjórnvöldum í Kænugarði, og Bresku blöðin Telegraph og Financial Times komust yfir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær kaupa knatthúsið Skessuna af Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH. Bærinn ætlar leggja auknar skyldur á stóru íþróttafélögin í bænum - bókhald þeirra á vera opið og gagnsætt.

Langvarandi kjaradeilur hafa sín áhrif í stéttinni, segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það hefur oftar en ekki reynst þeim erfitt samningum og jafnvel verið gripið til þess setja lög á deilur þeirra en í vetur voru gerðir miðlægir samningar í fyrsta skipti í nærri tíu ár og andinn og líðanin er allt önnur, segir Guðbjörg.

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,