• 00:00:00Úkraína
  • 00:11:46Loðnuvinnslan ræst á Þórshöfn

Spegillinn

Daglegt líf í stríðshrjáðri Úkraínu, stóraukinn loðnukvóti á Íslandi

Í nótt og í morgun gerðu Rússar dróna- og eldflaugaárásir á borgir og bæi vítt og breitt um Úkraínu, eins og þeir hafa gert nánast daglega síðustu vikur. Í gær drápu þeir fimm manns í árás á farþegalest og en í nótt drápu þeir tvær manneskjur og særðu fjögur, þar af tvö börn, í árás á íbúðablokk í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs eða Kíev . Veðrið þar er afar íslenskt í dag, grátt yfir, súldviðri og hitinn í kringum frostmark, segir Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr í Kænugarði. Snjórinn hálfbráðinn og slabb á götum. Í síðustu viku var hins vegar sautján stiga frost þar og allt 30 stiga næturfrost í kortunum víða í Úkraínu í næstu viku. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Óskar um daglegt líf í Úkraínu eftir fjögurra ára stríðsátök.

Það bárust góðar fréttir af loðnunni í morgun og telur Hafrannsóknastofnunar óhætt veiða tæp 200 þúsund tonn á vertíðinni sem er fjórðungi meira en stofnunin hafði áður gefið út. Fólk í sjávarbyggðum hefur beðið í eftirvæntingu eftir hvort loksins yrði af góðri loðnuvertíð og Ágúst Ólafsson brá sér til Þórshafnar til ræða við Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóra Ísfélagsins þar í bæ.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Frumflutt

29. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,