Lögmaður í gæsluvarðhaldi, samgönguáætlun og valdaskipti í Sýrlandi.
Gunnar Gíslason, lögmaður á fertugsaldri, segir fjarstæðukennt að hafa setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í nærri þrjár vikur vegna grunsemda lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Hann hafnar því alfarið að tengjast slíkri glæpastarfsemi og ætlar ekki að láta framgöngu lögreglunnar gagnvart sér, yfir sig ganga átölulaust.
Samgönguáætlun er fjármögnuð svo langt sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nær, eða út árið 2030. Allt sem gert verður á fyrsta tímabili hennar er því fjármagnað, ólíkt því sem verið hefur þegar framkvæmdir hafa verið háðar fjárlögum frá ári til árs. Innviðafélag í eigu ríkisins verður lykilþáttur í gerðstórra samgöngumannvirkja.
Sýrlendingar fögnuðu margir í dag að ár væri liðið síðan ógnarstjórn Assads lauk. En þrátt fyrir hátíðarbrag á götum Sýrlands er mörgu ósvarað um framtíð landsins. Nanar Hawach, greinandi hjá hugveitunni International Crisis Group, segir viðsnúninginn undraverðan undir stjórn núverandi leiðtoga Sýrlands, Ahmad al-Sharaa.
Frumflutt
8. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.