• 00:00:00Heilsa
  • 00:00:13Katrín Sif um ofbeldi barna
  • 00:09:31Lesturinn, æskan og íslenskan
  • 00:19:06Kveðja

Spegillinn

Ofbeldi barna og glæpagengi, Lesturinn, æskan og íslenskan

Það hefur komið á óvart hversu hratt aðferðafræðin hjá skipulögðum brotahópum í löndum eins og Svíþjóð, nota börn og ungmenni til fremja glæpi, hefur náð til Íslands. Það sem gerist á öðrum Norðurlöndum er gerast hér, segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.

Af fáu hafa Íslendingar meiri áhyggjur en íslenskri tungu. Sama hvert litið er, ógnirnar eru alstaðar, hnignunarmerkin líka og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær dánarvottorðið verði gefið út. Í gær, á degi íslenskrar tungu, hlaut Dröfn Vilhjálmsdóttir, safnstjóri skólasafns Seljaskóla verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún segir ekkert vanta upp a lestraráhuga barna og ungmenna - hins vegar vanti meira lesefni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dröfn.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

17. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,