Ríkislögreglustjóri hættir og afsagnir hjá breska ríkisútvarpinu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir gekk á fund dómsmálaráðherra í ráðuneytinu við Skúlagötu 4 klukkan eitt í gær. Niðurstaða fundarins var að hún myndi hætta sem ríkislögreglustjóri en yrði í staðinn sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi hjá ráðuneytinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra.
Mikill styr stendur um breska ríkisútvarpið BBC, en um helgina hættu bæði útvarpsstjórinn Tim Davie og fréttastjórinn Deborah Turness og vísuðu til umfjöllunar um fréttaskýringarþáttinn Panorama sem væri farinn að skaða BBC. Stjórnarformaðurinn baðst afsökunar á vinnubrögðunum. Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC trúir ekki á að þar ríki kerfislæg hlutdrægni en oft sé brugðist seint og illa við þegar mistök eru gerð.
Frumflutt
10. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.