´Moskítóflugur á Íslandi og samskipti Íslands og Grænlands
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að koma moskító-flugna til landsins yrði líklega ekki jafn óþægileg fyrir landsmenn og þegar lúsmýið nam hér land. Tegundin sé þekkt fyrir að stinga bæði menn og dýr, en sé ekki smitberi lífshættulegra sjúkdóma á norðurhveli jarðar. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Gísla
Ísland og Grænland eru nánir grannar en samstarf þeirra og samskipti hafa ekki alltaf verið mikil. Forsætisráðherra og formaður grænlensku landstjórnarinnar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um sameiginlega sýn á framtíð Norður-Atlantshafssvæðisins og að vinna ætti að sjálfbærri efnahagsþróun. Vísuðu þau til samstarfsyfirlýsingar frá 2022 sem ætti að fylgja eftir af auknum krafti.
Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Frumflutt
22. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.