Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir 7,5% vexti vera háa, en vonar að vaxtastefna bankans leiði til minni verðbólgu og þannig lægri vaxta. Fasteignaverð er hátt og hann veltir því fyrir sér hvort rétt sé að seljendur slái af verðinu.
Sleggjan á vextina hefur ekki enn verið dregin fram, segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Verði ekki breytt um kúrs gera SA ráð fyrir að vextirnir haldist óbreyttir fram á næsta ár.
Börn sem hírast í tjaldbúðum á rústum dreymir um venjulegt líf, herbergið sitt og dótið. Rosalia Bollen talsmaður UNICEF á Gaza segir að miklu skipti að börnin sem líða skort og hafa orðið fyrir síendurteknum áföllum fái andlegan stuðning.
Frumflutt
20. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.