• 00:00:45Greinargerð Íslands um Ísrael til Alþjóðadómstólsi
  • 00:08:14Gjaldþrot og skilasvik
  • 00:12:24Framkvæmdaáætlun Landsnets

Spegillinn

Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum, Karl Wernersson ákærður fyrir skilasvik og framkvæmdir hjá Landsneti

Fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag liggur mál um skyldur Ísraels samkvæmt alþjóðalögum til tryggja íbúum á hernumdum svæðum í Palestínu nauðþurftir, skyldur sem Ísland líkt og meginþorri ríkja sem sendu inn skriflega greinargerð til dómstólsins telja Ísrael brotlegt við.

Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir á árunum fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð af embætti héraðssaksóknara; Karl fyrir skilasvik en sonurinn og sambýliskonan fyrir peningaþvætti. Málið tengist gjaldþroti Karls sem er sagður hafa reynt koma undan dýrmætum eignum.

Landsnet ætlar í framkvæmdir fyrir 120 milljarða króna á næstu þremur árum. Höfuðáherslan er lögð á klára byggðalínuna - hringtengingu rafmagns um landið. Miklar tafir hafa orðið við undirbúning fyrir nýjar háspennulínur sem þar gegna lykilhlutverki.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,