Meira um leigubíla, vanskil eldri borgara og vistrækt
Samgönguráðherra vill breyta lögum um leigubílaakstur en gerir það líklega í tveimur skrefum. Starfshópur um endurskoðun laganna átti að skila tillögum í byrjun þessa mánaðar en gerir það ekki heldur verður að störfum fram á haust.
Einmanaleiki, tilgangsleysi og skömm ýta eldra fólki í að taka dýr skyndilán sem það á í erfiðleikum með að greiða til baka. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir fleiri í þessum hópi leita eftir aðstoð en áður.
Vistrækt eða vistmenning er ákveðinn lífsstíll sem fjöldi fólks hér á landi hefur tileinkað sér - þótt mun fleiri viti eflaust ekkert hvað vistrækt er. Í stuttu máli felst vistrækt í að maðurinn geti lifað á jörðinni án þess að skaða náttúruna.
Frumflutt
25. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.