• 00:00:15Ráðuneyti sá gloppur í launum stórstjarna
  • 00:07:40Bændafundir um landið allt
  • 00:14:56Hver verður morðingi?

Spegillinn

Breytingar á endurgreiðslum og hringferð bænda og ráðherra

Fyrirhugað er gera breytingar á því hvernig endurgreiðslum fyrir kvikmynda-og sjónvarpsverkefni verður háttað. Markmiðið á vera draga úr ófyrirséðum útgjaldavexti. Ef líkum lætur verður nýtt met slegið á þessu ári í endurgreiðslum; áætlað er þær nemi sex milljörðum

Afkoma bændastéttarinnar, nýliðun, tollvernd og stuðningur við íslenskan landbúnað, var það sem helst brann á bændum í hringferð Bændasamtakanna og atvinnuvegaráðherra í síðustu viku. Formaður Bændasamtakanna segir bændur kalla eftir nýrri hugsun og auknum skilningi stjórnvalda. Framtíð íslensks landbúnaðar felist í nýjungum og nýrri kynslóð bænda.

Homicide prediction project - morðspáarverkefnið - miðar því - eins og nafnið felur í sér - þróa hugbúnað sem ætlað er gera yfirvöldum kleift finna líklega framtíðarmorðingja, með greiningu á fyrirliggjandi gögnum um fólk sem komist hefur í kast við lögin - jafnvel þótt með óbeinum hætti sé. Þetta hljómar óneitanlega eins og lýsing á klisjukenndri vísindaskáldsögu eða bíómynd, en titillinn - Homicide prediction project - var reyndar vinnuheitið á verkefni sem hleypt var af stokkunum í forsætisráðuneyti Bretlands þegar Rishi Sunak réði þar ríkjum, og hefur fengið öllu sakleysislegra og stofnanakenndara heiti: „Deiling gagna til bæta áhættumat“.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,