Kópavogur vill hagræða en önnur sveitarfélög bíða og hvað er málið með Grænland?
Í þættinum verður fjallað um kosningar á Grænlandi, sem sjaldan hafa vakið jafnmikla athygli út fyrir landsteinana og nú, vegna fjölmargra frétta sem borist hafa um allan heim, um viðvarandi ásælni Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, í landið og auðlindir þess. Yfirlýsingar forsetans hafa hleypt illu blóði í ráðamenn á Grænlandi, í Danmörku og víðar á Vesturlöndum, en líka nýjum og auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Grænlands, þar sem stjórnvöld leggja áherslu á að Grænlendingar ráði sér sjálfir og landið sé ekki til sölu.
En fyrst eru það nýsamþykktir kjarasamningar kennara og áhrif þeirra á fjárhag sveitarfélaganna Það er ljóst að kjarasamningarnir hafa veruleg áhrif á fjárhag þeirra, sum vilja bíða eftir einhvers konar útspili frá ríkinu en bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar strax að taka í gikkinn og hagræða fyrir 470 milljónir í rekstri bæjarins á þessu ári.
Frumflutt
6. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.