• 00:00:00Kynning
  • 00:00:15Úkraína
  • 00:08:45Þýskaland
  • 00:19:14Kveðja

Spegillinn

Þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu, kosningar í Þýskalandi

Þrjú ár eru í dag frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Þótt ógerlegt áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í þessu stríði er ljóst tugir og líkindum hundruð þúsunda rússneskra og úkraínskra hermanna hafa fallið á þessum þremur árum og enn fleiri særst, auk þess sem á annan tug þúsunda almennra borgara hið minnsta hafa verið drepin í árásum Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Eyðileggingin er gríðarleg, átta milljónir karla kvenna og barna eru á hrakningi í eigin landi og jafn mörg hafa flúið land. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttakonu, sem er í Kænugarði á þessum tímamótum.

Þrátt fyrir sögulega lélega kosningu gömlu þýsku valdaflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata, og mikla sókn flokka á hægri og vinstri jöðrum pólitíska litrófsins stefnir allt í meirihlutastjórn einmitt þeirra - undir forystu nýs kanslara, Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, í stað Jafnaðarmannsins Olafs Scholz, fráfarandi kanslara. Ævar Örn Jósepsson fer yfir úrslitin og helstu verkefnin framundan í þýskum stjórnmálum með Birni Malmquist, fréttamanni, sem fylgdist grannt með kosningunum ytra.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,