Skotárás í skóla í friðsælli borg, SI með áhyggjur af hindrunum í alþjóðaviðskiptum, Samkeppniseftirlitið heldur búvörlagamáli til streitu
Karlmaður á fertugsaldri skaut minnst níu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í dag. Ódæðismaðurinn er sá tíundi sem dó, en það hefur ekki verið staðfest hvernig hann lést. Guðmundur Arnarsson hefur verið bústtur í borginni frá 2014 og er frændi Svanfríðar Birgisdóttur sem er einn skólastjóranna í Risbergska skólanum, sem er nokkurs konar símenntunarmiðstöð fyrir fullorðna. Spegillinn ræddi við Guðmund undir kvöld.
Íslensk iðnfyrirtæki flytja langmest út til Evrópu en tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins og allar hindranir í alþjóðaviðskiptum eru Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins áhyggjuefni.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur nauðsynlegt að halda dómsmáli um breytingar á búvörulögunum til streitu. Frumvarp atvinnuvegaráðherra breyti engu um það sem þegar hafi gerst en það geti dómur Hæstaréttar gert.
Frumflutt
4. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.