• 00:10:06UNRWA og Ísrael
  • 00:17:27Sóttvarnalæknir um hópsýkingu á Mánagarði
  • 00:23:23Skoðanakannanir

Spegillinn

Löggjöf Ísraelsþings fordæmd, E.coli-hópsýking og skoðanakannanir

Lög sem ísraelska þingið í samþykkti í gær gætu orðið til þess starfsemi Palestínuflóttamannahjálparinnar, UNRWA, leggist af á Gaza. Ef það gerist getur allt hjálparstarf á Gaza fallið um sjálft sig. Þetta segir Gréta Gunnarsdóttir skrifstofustjóri UNRWA í New York, Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við hana.

Á fimmta tug barna hefur veikst eftir E.coli hópsýkingu á leikskóla í Reykjavík í síðustu viku. Tíu börn eru á spítala og þar af eru fimm alvarlega veik á gjörgæslu. Rúmlega tuttugu börn eru undir daglegu eftirliti á barnaspítala Hringsins. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þetta með alvarlegustu hópsýkingum sem hér hafi komið upp.

Næstu daga og vikur dynja skoðanakannanir á landsmönnum - þær gefa kjósendum vísbendingu um hvar flokkarnir standa fyrir þingkosningar sem verða eftir rúmlega þrjátíu daga. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Agnar Frey Helgason, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Frumflutt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,