Verðbólga og vextir, innrás Úkraínumanna í Rússland
Ákvörðun Seðlabankans í gær um að halda stýrivöxtum óbreyttum hefur verið gagnrýnd og hagfræðingar hafa lýst efasemdum um að hátt vaxtastig skili lengur árangri í baráttunni við verðbólguna. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum RÚV að trúverðugleiki Seðlabankans væri laskaður. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ágúst Bjarna Garðarsson, þingmann Framsóknarflokksins, og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins um stöðuna og spurði þau líka út í þessi ummæli fjármálaráðherra í Kastljósi í gærkvöld sem vakið hafa nokkra athygli.
Rúmum tveimur vikum eftir að Úkraínuher réðst inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi hefur hann lagt undir sig á annað þúsund ferkílómetra lands og tugi bæja og þorpa. Innrásin virðist hafa komið öllum á óvart, ekki síst Rússneskum yfirvöldum. Victoria Snærós Bakshina, rússnesk málvísindakona sem búsett er á Íslandi. Hún segir innrásina hafa komið rússneskum almenningi alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum, og hann sé í sjokki. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við hana.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
22. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.